þriðjudagur, 29. apríl 2008

Dauðarefsing í forvarnaskyni




Veggjakrotari gómaður í Reykjavík

Veggjakrotari var gómaður við iðju sína Reykjavík í nótt. Lögregla grunar hann um stófelld skemmdarverk.

"Öxin og jörðin geyma þá best!"

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja, svei.

Nú er BíBí alveg búinn að missa sig. Farinn að senda geðvillingana á útverði tjáningarfrelsisins.

Þráinn sagði...

Nafnlaus minn. Nú slær einhverju saman hjá þér í sambandi við tjáningarfrelsi. Vona að þú hafir ekki verið rotaður eða gasaður við Rauðavatn. Góðan bata.

Nafnlaus sagði...

Er skammhlaupið endilega hjá mér?

Ég velti einfaldlega fyrir mér hvar réttur fólks til að tjá sig stoppar þegar það er farið að valda öðrum tjóni og ganga á rétt samborgara sinna.

Við tveir getum verið sammála um að veggjakrot er ófögnuður en fyrir einhverjum er það list og óvéfengjanlegur réttur til tjáningar.

Hversu mikið umburðarlindi á samfélagið að sýna slíkum sjónarmiðum, réttum eða röngum?

Þráinn sagði...

Ágæti Ragnar, ég vona að þetta sé skammhlaup hjá þér en ekki langhlaup.
Alls óskyldir lagabálkar fjalla annars vegar um heimild almennings til að mótmæla stjórnvaldsaðgerðum eða fyrirætlunum og snúa hins vegar að því að vinna tjón á eignum almennings eða einkaaðila.