Yndið mitt, hann Bíbí, fer á kostum í dag og minnist hvorki á blóð í sokkum eða vettlingum O.J. Simpsons, heldur lýsir með grúpíustjörnur í augunum fyrirlestri lögfræðings sem átti þátt í að þessi ófreskja var sýknuð af að hafa drepið tvær manneskjur.
Bíbí segir sjálfur frá :
Fór síðdegis á fund lögfræðinga með Alan M. Dershowitz, prófessor frá Harvard. Fyrirlesturinn snerist um það, sem hann kallaði ný lögfræðileg viðmið. Hvernig skal haga löggjöf til að unnt sé að takast á við eitthvað, sem ekki hefur gerst en er talið yfirvofandi? Hættan af hryðjuverkum kallar á slíka löggjöf að mati Dershowitz. Hann er öflugur málflytjandi og styður málstað sinn skýrum rökum."
Það er skemmtilegt viðfangsefni að setja lög um hluti sem aldrei hafa gerst, en sumum finnst þó meira aðkallandi að dæmt sé eftir þeim lögum sem þegar eru í gildi af dómurum sem eru hæfir til að skipa dómarasæti.
3 ummæli:
Segðu.. hversu fáránlegt væri það ef.. t.d
Einhver hótaði að kála þér.
Gengi svo upp að þér með byssu.
Þá er náttúrulega ekki hægt að ákæra hann fyrir glæp fyrr en hann er búinn að skjóta þig.. eða hvað?
Annars væri verið að ákæra viðkomandi fyrir glæp sem hann hefur ekki framið.
Það er ástæða fyrir því að menn eins og við skrifum ekki undir nafni. Hjá mér hún óttinn við að hafa ekki rétt fyrir mér; hjá þér er hún hins vegar sú að þú kærir þig ekkert um að glópska þín sé upp á þig hermd.
Er það ekki lengur þannig á Íslandi að bæði dæmin sem þú nefnir, kæri Nafnlausi bróðir, stangast á við hegningarlög og eru þannig refsiverð?
Ef ekki þá held ég að við ættum að einbeita okkur að því að binda í lög bann við morðhótunum og því þegar einhver ógnar þér með skotvopni.
Nafnlausir eða nafngreindir eru hjartanlega velkomnir að geta athugasemdir við það sem ég skrifa - og líka það sem ég kynni að eiga eftir að skrifa.
Skrifa ummæli