fimmtudagur, 3. apríl 2008

Alvöruháskóli

Deildarforseti háskóla í Durham rekinn fyrir ritstuld

mynd
Viðskiptaháskólinn í Durham.

Tony Antoniou deildarforseti við Viðskiptaháskólann í Durham á Bretlandi hefur verið rekinn fyrir ritstuld. Tony tók veigarmikla kafla sem hann notaði orðrétt í blaðagrein og doktorsritgerð sína.

Antoniou vék fyrst sem deildarforseti í september þegar ásakanirnar komu fram. Hann var síðan rekinn frá háskólanum á meðan rannsókn fór fram á ritstuldinum og var síðan sviptur doktorsgráðunni frá York háskólanum sem hafði veitt honum verðlaun fyrir ritgerðina árið 1986.

Það vekur athygli að þrátt fyrir þessar harkalegu aðgerðir hefur ekki verið gripið til fjársöfnunar til að styrkja prófessorinn með verðlaunafé - enda hefur hann ekki hlotið dóm í hæstarétti.

Engin ummæli: