föstudagur, 11. apríl 2008

Dimmt yfir krystalskúlu Seðlabankans

Seðlabankinn spáir hruni á markaði

"Fasteignamarkaður Seðlabankinn spáir kollsteypu á fasteignamarkaði á næstu tveimur árum. Telur bankinn líkur á að húsnæðisverð lækki um þriðjung að raunvirði til ársins 2010. Enn frekari samdráttur er ekki útilokaður."

Heldur virðist vera lágskýjað í krystalskúlu þessarar furðulegu stofnunar. Engin markmið hafa náðst í fortíðinni. Sem auðvitað er ekki spámönnunum að kenna heldur "óprúttnum aðilum". Og nú birtist væntanleg "kollsteypa á fasteignamarkaði".

Sælir eru þeir spámenn sem ekki eru kallaðir til ábyrgðar um hvort spádómar þeirra rætast. Eina von þjóðarinnar er að vörubílstjórar umkringi Svörtuloft og haldi í einangrun þar sem efnahagsmál þjóðarinnar hafa verið leyst af einhverri skynsemi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað þýðir "að raunvirði" eiginlega?

Ef maður keypti íbúð fyrir tiltekna upphæð í evrum fyrir tveimur mánuðum, mætti fá sömu íbúð fyrir ca þriðjungi lægri upphæð (í evrum) í dag.
Er þetta þriðjungslækkun að raunvirði, sú sem Seðlabankinn spáir?
Ég get sjálfur spáð svonalöguðu, og er ekki hagfræðimenntaður.
Eða ætlar bankinn að íbúðir lækki aftur um þriðjung? Niður fyrir byggingarkostnað, sem hlýtur að fara uppávið vegna gengishruns; ekki fæst neitt til húsbygginga sem er óháð gengi nema vatnið sem blandað er í sementið.
Og ég er ekki einusinni viss um að það sé óháð gengi.

Þarf ekki að fara að hreinsa til í Seðlabankanum og fá einhverja vitiborna menn þangað inn? Ég veit svosem ekki hvaðan þeir ættu að koma. En hér er verið að spila með líf mitt og heilsu, og ég vil síður að þar séu tómir vitleysingar við stjórn.

Sama mætti auðvitað segja um ríkis- og borgarstjórn, en þar er enn verra að koma auga á einhverja vitiborna valkosti við þessa bjána sem bjóða sig fram.

Tryggvi (hef ekki BloogerID)

Nafnlaus sagði...

Meðal annarra orða - og af því að við viljum hafa valinn mann í hverju rúmi:

Sjá eftirfarand grein og veit sérstaka athygli kaflanum "Tíunda spurningin".

http://visir.is/article/20080410/SKODANIR/104100115/-1/SKODANIR

Þráinn sagði...

Ég ímynda mér að orðtækið "valinn maður í hverju rúmi" sé frá þeim tíma þegar Íslendingar sóttu sjó á árabátum og formaðurinn valdi skipshöfn ef fleiri komu til greina en þörf var fyrir.
Þannig að valinn maður í hverju rúmi merkir í nútímanum "handvalinn eftir persónulegum geðþótta formannsins".
Og, Tryggvi, það er beinlínis óhugnanlegt hvað ég er sammála þér. En nú virðist enginn maður taka mark á mótmælum manns sem ekki á að minnsta kosti tíutonna vörubíl.

Nafnlaus sagði...

Já, það var reyndar mín meining með þessu, að hann væri handvalinn.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Valmenni: http://dv.is/skrafadogskrifad/lesa/7400

Nafnlaus sagði...

Ísland er næst verst rekna land á eftir Zimbabwe, og Davíð frændi er litlu skárri en Mugabe :)

Annars er Ísland illa rekið land, þar sem pólitík gengur út á klíkuskap og eigin hagsmuni.

Landið er eins og Jo Jo, annaðhvort allt á uppleið, eða hraðri niðurleið. Nú er allt á hraðri niðurleið.

Þráinn sagði...

Þeir lesendur sem tjá sig á þessari síður eru beðnir um að styðja mál sitt með rökum:
Að hvaða leyti er Davíð skárri rekstraraðili en Mugabe?