mánudagur, 28. apríl 2008

Vorútsölur fyrir sérsveitarmenn







Eins og ástandið er í landinu, 28% verðbólga og svona, þá er kannski rétt að fara að huga að vorútsölunum fyrir sérsveitina okkar.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er farið að líta út eins og áráttu-/ þráhyggjuröskun hjá þér að bauna yfir lögregluna, Björn og fél.
Það er sorglegt að sjá að mann með álíka feril og þig ákveða að sjá hlutina bara frá einu sjónarhorni... ég veit það ekki, kannski varstu þarna?

En ég held að þú verðir bara að fara í brúargerð eða eins og þar segir: „Cry me river, build a bridge and get over it!“
Ég veit það ekki fyrir víst en það er eins og þú sért að reyna að skora nýjan kaupendahóp fyrir jólabókaflóðið í ár... það er einmitt það sem við viljum... hálfsofandi, ofbeldisfulla bílstjóra með bók eftir Þráinn við stýrið.
Anony-mouse

Nafnlaus sagði...

ahahahha, frábært hjá þér Þráinn. Gott að hafa húmor í þessu eins og öðru.

Þráinn sagði...

Kæri nafnlaus1, þetta er hugsanlega alveg rétt hjá þér með einhvers konar þráhyggju eða röskun. Að minnsta kosti vona ég sjálfur að ég hafi á röngu að standa.
Kæri nafnlaus2. Það sem gerir ennþá erfiðara að greina hvort um þráhyggju er að ræða er einmitt húmorinn; en samkvæmt nýjustu rannsóknum er "húmor" ekki geðsjúkdómur eins og nafnlaus1 virðist halda.

Nafnlaus sagði...

Það er kannaski ekki rétt að hafa aðför löggunar við rauðavatn í flimtingum, að horfa upp á þetta var "grín" horfði einusinni á menn taka á móti "grindhvalavöðu" menn slepptu sér öskruðu og veifuðu sveðjum, múgæsing af bestu gerð, þetta minnti á það, engum til sóma frekar en grínið við rauðavatn.

Þráinn sagði...

Sammála, Snorri. Grindadráp í Færeyjum á sér langa sögu. En það er nýmæli að lögga sérþjálfuð í vopnaburði ráðist á fólk við friðsöm mótmæli - og atgangurinn minni á æsta Færeyinga í grindhvalavöðu.