"Mikil opinber umræða getur verið óheppileg, skapað óraunhæfar væntingar og þar með haft neikvæð áhrif." Þetta sagði Geir H. Haarde formaður Flokksins og forsætisráðherra Íslands á fundi með Samtökum atvinnulífsins sl. föstudag á því Herrans ári 2008 e. Kr - ekki f. Kr. Bara svo að það sé á hreinu: Sá hornsteinn sem öll hin sameiginlega velferð okkar byggist á heitir TJÁNINGARFRELSI. Opinber umræða getur vissulega verið óheppileg, jafnvel banvæn, fyrir óhæf stjórnvöld en hún er undirstaða velferðar almennings. Á því grundvallaratriði að það sé best fyrir heildina að allir hafi óheftan rétt til að tjá sig hvílir þjóðfélagsgerð okkar. Allt annað í stjórnarskrá okkar leiðir af þessu atriði.
laugardagur, 19. apríl 2008
Haldið þið kjafti!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þarna hittirðu algjörlega í mark - og mikið svakalega er þetta vel orðað hjá þér!!
Það sem er alvarlegra en efnahagskreppan er vitkreppan.
Efnahagskreppan er eingöngu afleiðing hennar.
Íslendingar bera virðingu fyrir höfðingjum og kjósa þá yfir sig.
Síðan velja þeir (höfðingjarnir) þá sem þeim hentar í flest störf.
Höfðingjar þurfa að vera Miklir. Ættmiklir, húsmiklir, jeppamiklir en fyrst og fremst kjaftmiklir.
Höfðingjar umfram vit og fagmennsku.
Þeir sem eiga lítið, reyna líka að vera höfðingjar til að öðlast virðingu meðbræðra sinna, en á Íslandi er dýrt að vera húsmikill og ekki eru allir kjaftmiklir og þeim mun síður ættmiklir, þannig að eftir stendur eingöngu möguleikinn á að vera jeppamikill. Það er líka orðið dýrt í dag.
Mun efnahagskreppan verða til þess að Íslendingar hætti að bera virðingu fyrir höfðingjum? Ekki tel ég það, en hvað veit ég?
Eitt veit ég;
Græðgi er alþjóðleg, en aðskilnaður fagmennsku og efnahagstjórnar er íslenskur, a.m.k. í okkar heimshluta, þó að þetta vandamál hái ýmsum ríkjum í fjarlægari álfum sem við erum of Mikil til að bera okkur saman við.
Skrifa ummæli