fimmtudagur, 17. apríl 2008

Ekkert klám en nóg af vændi

Á dv.is:

"Má selja sig en ekki bera sig

"Mér finnst mjög undarlegt hvernig lögin eru. Vændi er löglegt en klám ólöglegt," segir átján ára stúlka sem selur aðgangi að netsýningum þar sem hún leikur sér nakin með kynlífsleikföng."

Benda má á að svipaðar reglur gilda til dæmis um stjórnmálamenn sem mega selja sig en ekki klæmast með því að tala um viðskiptin. Samanber þessa frétt á eyjan.is:

"Borgarfulltrúar vita ekki eða vilja ekki skýra frá hvaða fyrirtæki styrktu þá

borgarstjorn.jpgEnginn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks segist vita hvers konar fyrirtæki styrktu prófkjörsbaráttu þeirra fyrir síðustu kosningar. Þeir segja í svörum sínum til 24 stunda í dag, að þeir hafi enda skipað nefndir til að afla sér fjár til að geta staðið í baráttunni."

 

Ekki er ólíklegt að atvinnusamtök bæði stjórnmálamanna og vændiskvenna og aðra sem lagaramminn draga úr aðstöðu til að afla sér framfæris efli til stórfundar um málið.

Engin ummæli: