föstudagur, 4. apríl 2008

Ólympíuleikarnir eru fyrir íþróttamenn - ekki pólitíska fanga

Geir H. Haarde um ÓL í Kína: Leikarnir snúast ekki um pólitík

mynd

Íslensk stjórnvöld hafa ekki ákveðið hvort þau sniðgangi Ólympíuleikana í Kína. Angela Merkel Þýskalandskanslari og fleiri þjóðarleiðtogar ætla ekki að sækja leikana í mótmælaskyni við ástand mannréttindamála í Kína.

„Mér finnst ekki tímabært að kveða upp úr um það," svaraði Geir Fréttablaðinu í gær. „Ólympíu­leikarnir snúast ekki um pólitík."

Þetta er þörf ábending frá forsætisráðherra okkar, því að á Ólympíuleikum er keppt í fjölmörgum íþróttagreinum og allir kínverskir íþróttamenn sem ekki sitja í fangelsum af pólitískum ástæðum fá að taka þátt, hafi þeir náð tilskyldu lágmarki í sinni keppnisgrein.

 

Engin ummæli: