Ætlar að berjast til þrautar
Þráinn Bertelsson aðaleigandi og CEO Nýs lífs ehf. hefur ákveðið að halda áfram að telja fram í krónum í stað þess að taka einhliða upp evru eða yen.
"Mér finnst þetta koma flottara út í bókhaldinu," segir Þráinn. "Hundrað krónur gefa til kynna meiri umsvif en ein evra."
"Það er ljóst að við getum ekki tekið upp evruna á Íslandi nema við göngum í Evrópusambandið og við getum ekki gengið í Evrópusambandið nema við tökum upp evruna. Hin skynsamlega umræða um Evrópumál sem farið hefur fram hér að undanförnu hefur gert mér þetta ljóst," sagði Þráinn ennfremur. "Og best er að rasa ekki um ráð fram, hafa hælana í grasinu, ana ekki að neinu og muna að flasa ekki ekki til fagnaðar."
Sú staðreynd að um 70% landsmanna vilja sækja um aðild veldur Þráni ekki áhyggjum.
"Það er Flokkurinn sem ræður," sagði hann og huldi andlit sitt fyrir öryggismyndavélum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli