Í Celestial Observer &  Guardian sem er eitt víðlesnasta fríblað Himnaríkis birtist  í dag lesendabréf undirritað af aðila sem kveðst í jarðlífinu hafa gengið undir  nafninu Jón forseti.
 Fyrirsögn lesendabréfsins er "I protest" (ég mótmæli).  Þar mótmælir bréfritari því harðlega að þriðja flokks pólitíkusar á  Íslandi skuli halda því fram að Jón forseti væri andvígur aðild Íslands að  Evrópusambandinu væri hann enn á dögum. Bréfritari segir að málið sé sér skylt.  Hann sé sjálfur Jón forseti og ein þeirra margvísulegu forréttinda sem menn  njóti í Himnaríki sé að fá að vera í algerum friði fyrir Sturlum Böðvarssonum  þessa heims.
 Vegna meiðyrðalaga á okkar tilverustigi er alls ekki hægt  að vitna orðrétt í þau orð sem Forsetinn notar um Sturlu þingforseta en í lok  bréfsins kemur í ljós að Jón forseti telur litlar líkur á því að vegir þeirra  Sturlu eigi eftir að liggja saman á allranæstu árþúsundum eða "untill Hell  freezes over", eins og Forsetinn kemst að orði í bréfi  sínu.


2 ummæli:
Vildi bara hrósa þér fyrir bloggið. Frábær lesning og góður húmor:o)
Agnes
Takk, Agnes, þú ert trúlega ekki stjórnmálamaður úr því að þér finnst þetta góður húmor.
Skrifa ummæli