sunnudagur, 27. apríl 2008

Sör Sigurður og Soraöflin í þjóðfélaginu


Soraöflin í þjóðfélaginu senda lögspekingnum Sör Sigurði Líndal kveðju Guðs og sína og spyrja nákvæmlega hvaða grein í stjórnarskránni er það sem bannar alþingismönnum að styðja soraöflin úr því að soraöflin hafa kosningarétt og mega styðja alþingismenn?

Við búum í þjóðfélagi sem gerist æ flóknara. Fyrir aðeins örfáum árum var hægt að þekkja soraöflin á því að þau voru ekki áskrifendur Moggans. Þá komu fríblöðin til sögunnar.

Frá því að kosningaréttur varð almennur hafa soraöflin alltaf átt nokkra fulltrúa á Alþingi en það hefur ekki komið að sök vegna þess að þessir þingmenn hafa jafnan lagt sig í líma við að gleyma uppruna sínum ef þeir (þær) hafa komist í ríkisstjórn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já er það ekki undarlegt hversu oft fólk rennur illa og skaðar sig sjálft mest , er það opnar sinn munn til að tjá sig um fólk og málefni í þjóðfélaginu í dag. Og mætti vel hugsa sér að fólk beitti hinni fornu aðferð oftar ,,hugsa fyrst tala svo,, því auðvitað eiga lagaprófesorar líka sitt málfrelsi. Bara spurnig hvort þeir vilji láta muna best eftir sér fyrir sín vanhugsuð ummæli. Enn það er auðvitað þeirra frelsi.

Þakkir fyrir frábær skrif og góðan húmor í umfjöllun um grafalvarleg málefni í þjóðarmannlífsbreyskleikaþungstríðri á.

Nafnlaus sagði...

Er ekki Sigurður sjálfur einn af soraöflunum. Hann er í það minnsta sorakjaftur.

Þráinn sagði...

Hann lítur bara stórt á sig og tekur stórt upp í sig, en hann er ekki einn af oss.