föstudagur, 25. apríl 2008

Miðilsfundir á Alþingi - lýðræðislegt með tilliti til að fleiri eru dánir en lifandi.

Almenn ánægja ríkir nú á Alþingi er Sturla Böðvarsson hefur loksins fundið fjölina sína sem miðill.
 
Til marks um dásamlega miðilshæfileika hins mislukkaða þingforseta gær talaði Jón Sigurðsson gegnum Sturlu og sagðist vera á móti Evrópusambandinu.
 
Nú er búist við að þingforsetinn geti auðgað þingstörfin með skilaboðum að handa frá frægum hugsuðum og köppum Íslandssögunnar. Enda ekki vanþörf á að hefja umræðuna á hærra plan.
 
Það er á margan hátt eðlilegt að framliðnir velji sér gamlan og lítið notaðan samgönguráðherra sem talsmann sinn á Alþingi.
 
Greifinn af Monte Cristo hefur þegar verið í sambandi við Kristján Möller og frætt hann um gildi góðrar jarðgangnagerðar.

Engin ummæli: