fimmtudagur, 17. apríl 2008

Eiga konur fleiri börn en karlar?

 
Í fyrra hækkuðu laun verkafólks um 9,6%, forstjóralaun hækkuðu ívið meira eða um 15,1%, eins og eðlilegt er því að forstjórar hafa meira um sín laun að segja en verkafólkið.
 
Góðærið var slíkt að meira að segja laun kvenna hækkuðu um 12,5% en laun karla aðeins um 9,5%. Þessi munur á launahækkanaprósentu er mjög óvenjulegur því að meðallaun karla eru hærri en meðallaun kvenna og hefðu samkvæmt því átt að hækka meira.
 
Meðallaun kvenna á strípuðum töxtum voru 256 þúsund á mánuði en með hæfilegri yfirvinnu 256 þúsund. Regluleg heildarmánaðarlaun karla voru 402 þúsund.
 
Líka er athyglisvert að vinnuvika kvenna var aðeins 41,8 klukkutímar á viku meðan karlmenn þurftu að puða í 46,8 stundir.
 
Engar skýringar hafa fundist á því af hverju kvenfólk vinnur minna en karlar. Þær þurfa ekki endilega að vera latari en karlmenn því að hugsanlega kemur til greina að konur eigi fleiri börn en karlar og jafnvel fleiri heimili og gefi sér meiri tíma til að skemmta sér við barnauppeldi eða heimilisstúss.
 
 

Engin ummæli: