fimmtudagur, 3. apríl 2008

Rúmenar opna nýja vídd í samskiptum þjóða - stinga upp á að þjóðir hafi landaskipti

Landaskipti við Rúmena?
 
Óvænt atvik á NATO-fundi
Búist er við að einhver röskun verði á ferðaáætlun forsætis- og utanríkisráðherra á NATO-fundinn í Búkarest.
 
Óstaðfréttar fréttir herma að forseti Rúmeníu hafi á einkafundi með íslensku fulltrúum boðið Íslendingunum að hafa slétt skipti á löndunum. Rúmenar eiga erfiða fortíð sem umhverfi þeirra minnir þá stöðugt á. Sama má segja um Íslendinga sé gengið um Laugaveginn.
 
Tilboðið var sett fram í trúnaði og ef það verður samþykkt munu þjóðirnar hafa landaskipti upp úr miðjum júní nk. enda ekki eftir neinu að bíða.

Engin ummæli: