mánudagur, 21. apríl 2008

Oháeffun, háeffun og eháeffun!

Ríkisstofnanir á opinberri einkaframfarabraut

Hin góða reynsla yfirmanna RUV ohf. af því að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi og batnandi kjör stjórnenda fyrirtækis leiða til þess að verið er að ræða oháeffun fleiri ríkisstofnana, þar sem yfirmenn hafa hingað til sopið dauðann úr skel miðað við þotuliðið.

Vilhjálmur Egilsson formaður nefndar um Landspítalann er búinn að fatta að þetta rekstrarform getur aukið "sveigjanleika í rekstri" og fer því sennilega að líða að oháeffun sjúkrastofnana.

Aðrar ósveigjanlegar ríkisstofnanir sem augljóslega verður að skoða í sambandi við oháeffun í náinni framtíð eru t.d. Lögreglan, Tollstjóri, Skattstofan, Seðlabankinn, Tryggingastofnun og hin ýmsu ráðuneyti.

Oháeffun er ákveðið vígslustig sem ríkisfyrirtæki verða að hljóta á leið sinni til efnislegra framfara.

Næsta stig heitir háeffun.

Æðsta stig sveigjanleika í rekstri heitir eháeffun.

Sem mótvægisaðgerð í efnahagslífinu ef af þessum áformum verður hefur ríkisstjórnin í athugun að draga úr lundaveiðum á næsta ári.

Óráðlegt að ákveða lundaveiði strax

Bjargveiðimenn í Vestmannaeyjum segja óráðlegt að ákveða lundaveiði sumarsins strax, þeir veiði aðeins brot af heildarstofninum.

Engin ummæli: