Öxar við ána árdags í ljóma
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma,
skundum til Brussel og treystum vor heit.
Fram, fram, aldrei að víkja,
fram, fram bæði menn og fljóð.
Í Evrópusambandi,
allir saman standi,
stríðum, vinnum, vorri þjóð.
5 ummæli:
Mín vegna má Belgíska Heimsveldið sigla sinn sjó án mín og minnar þjóðar. Því það hefur sýnt sig fyrir löngu að hagsmunir Belgíska Heimsveldsins er allt aðrir enn okkar hér á landi.
Hagsmunir:
1. Sameiginleg evrópsk menningararfleifð.
2. Ekki fleiri styrjaldir milli Frakka og Þjóðverja.
3. Og hugsaðu þér hvað við gætum losnað við marga heiladauða stjórnmálamenn til Brussel án þess að þurfa að stofna utan um þá sendiráð.
Já og væri það ekki frábært að fá heiladauða evrópska embættismenn í staðinn. Maður þarf ekki einu sinni að kjósa þá.
Svo sparar það okkur heilmikla fyrirhöfn að fá þessa ágætu útlendinga til þess að stýra fyrir okkur tollamálum, auðlindamálum, landbúnaðarmálum o.s.frv.
Við munum lifa jafn ljúfu lífi og kind á bási.
Ágæti Hans. Þessi sauðasamlíking er skemmtileg. Ég held að í Evrópusambandinu séu meira að segja einhverjar reglur um að það megi rýja rollurnar en hins vegar sé bannað að flá þær lifandi.
...okkur Íslendingum hefur gengið svo vel að stýra auðlinda- og landbúnaðarmálum eða hvað?
Er svo ljúft lífið fyrir vinnuþjakaðan íslenskan almenning á íhalds-básnum?
kona
Skrifa ummæli