fimmtudagur, 10. apríl 2008

Er ekki þjóðaratkvæðagreiðslan eftir?

Fréttablaðið segir: "Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálráðherra stefnir að því að nýtt frumvarp um fjölmiðla verði fullbúið á Alþingi í haust. Þetta kemur fram í máli Karls Axelssonar hæstaréttarlögmanns sem flytur í dag erindi á málþingi um nýja sjónvarpstilskipun frá EES.

Karl mun þar skýra frá því að við vinnslu frumvarpsins „verði eftir föngum tryggt að nægilegt samráð verði haft við hagsmunaaðila í greininni sem og aðra þá sem um fjölmiðlamál véla," eins og segir í kynningu Karls. Segir hann að velja eigi „það besta" úr tillögum þverpólitískrar nefndar sem skilaði skýrslu í apríl 2005."

Hvernig er það, er ekki eftir að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið sem forseti Íslands neitaði að undirrita? Samkvæmt því sem kveðið er á um í stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands? 

Engin ummæli: