Björgvin ekki í stuði í Kínaferðinni
Stór hluti af fundi Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, með starfsbróður sínum í Kína fór í að ræða mannréttindamál og Tíbet. Björgvin tók með sér vasaúr afa síns sem oft hefur reynst vel við dáleiðslu.
Var þess vænst að hinn kínverski starfsbróður sæi villu síns vegar og færi að skæla og lofaði bót og betrun bæði í mannréttindamálum og í Tíbet. Þess í stað var hann hinn staffírugasti og sagði að hvað sem liði "íslenskum sjónarmiðum" væri allt í stakasta lagi samkvæmt "kínverskum sjónarmiðum" bæði í Kína og Tíbet og nágrenni.
Íslensk stjórnvöld telja þó ekki fullreynt að Íslendingar geti haft vit fyrir Kínverjum með því að senda þangað nógu marga stjórnmálamenn.
Í útflutningsráði er nú verið að hanna andlitsgrímu handa íslenskum stjórnmálamönnum sem gæti auðveldað þeim að koma tauti við Kínverja.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli