Stundum hef ég heyrt þeirri skoðun haldið fram að tilgangurinn með því að hafa hjúkrunarfræðinga í vinnu á sjúkrahúsum sé fyrst og fremst sá að feimnir læknar komist á nauðsynlegan sjens og geti jafnvel náð sér í maka sem líka hefur brennandi áhuga á alls konar sjúkdómum.
Þetta hef ég alltaf haldið að væri grín. En nú er komið í ljós að stjórn Landsspítalans (væntanlega með blessun) heilbrigðisráðherra hefur þá skoðun að skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar séu óþarfir og hefur losað sig við um 80 stykki.
Hið rétta kemur svo í ljós þegar farið verður að skera og svæfa án hjúkrunarfræðinga.
Mun dauðsföllum fjölga meðal sjúklinga eða mun einhleypum læknum fjölga? Eða hvorttveggja?
1 ummæli:
Skrifa ummæli