laugardagur, 12. apríl 2008

Kynferðislegur öfuguggaháttur

"Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, ætlar að ræða ástand mannréttindamála í Kína, og í Tíbet í opinberri heimsókn sinni í Kína, en ferðalag ráðherrans og föruneytis hans hófst í dag."

Ennþá stærri kanónur en viðskiptaráðherra Íslands hafa reynt að ræða mannréttindamál við stjórnvöld í Kína án árangurs.

Þar sem miklu máli skiptir að Ísland njóti álits í alþjóðasamfélaginu væri tilvalið að halda samskiptum við spilltar einræðisstjórnir í lágmarki.

Mannréttindi og lýðræði eru þó ennþá mikilvægari í veröldinni en svonefnd ímynd Íslands.

Það mundi efla hvorttveggja, lýðræðið og ímynd Íslands ef Íslendingar hættu samskiptum við landsstjórnir sem halda að "lýðræði" sé einhvers konar kynferðislegur öfuguggaháttur sem tíðkist á Vesturlöndum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er bara hörð staðreynd að bisniss skiptir meira máli en þetta. Enginn vill viðurkenna það en þannig er það og þannig verður það alltaf.

Þráinn sagði...

Það er bara demantshörð staðreynd sem mannkynið hefur verið ótrúlega lengi að uppgötva - að mannréttindi og lýðræði eru albesti jarðvegur fyrir "bisniss" sem til er á plánetunni.