Skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar á LSH munu draga uppsagnir sínar til baka og yfirstjórn sjúkrahússins hefur fallist á að fyrirhugaðar breytingar á vaktafyrirkomulaginu taki ekki gildi og að núverandi fyrirkomulag gildi til 1. maí 2009.
Það ber vitanlega að fagna því að stjórn Landsspítalans og heilbrigðisráðherra skuli ekki þurfa að fara í heilauppskurð til að skilja að hjúkkur eru nauðsynlegar til 1. maí að ári, jafnvel þótt þær séu sérmenntaðar.
Eftir að hafa frestað þessari athyglisverðu skipulagsbreytingu ætti stjórn Lansans hugsanlega að skella sér á námskeið í stjórnun og mannlegum samskiptum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli