fimmtudagur, 3. apríl 2008

Að hjálpa ógæfumönnum að bandarískri fyrirmyndAð hjálpa ógæfumönnum


O.J. Simpson morðinginn sem kunningi dómsmálaráðherrans okkar fékk sýknaðan af ákærum af að hafa drepið eiginkonu sína og mann sem var staddur í húsi hennar.

Litlu síðar, 5. feb. 1997, var svo Simpson sakfelldur í einkamáli fyrir að hafa valdið dauða Nicole Brown og Ronald Goldman. Hann var dæmdur til að greiða erfingjum hinna myrtu 33 og hálfa milljón dala í skaðabætur.

Illa hefur gengið að rukka inn skuldina. Simpson skrifaði þó í fjáröflunarskyni bókina: "
If I Did It: Confessions of the Killer" í samvinnu við mann sem var skrifandi og kunni á gæsalappir og allt það.

Ónefndur velgjörðamaður greiddi lögfræðikostnað Simpsons. Þeir bandaríkjamenn sem hafa samúð með O.J. Simpson og vorkenna honum að þurfa að borga skuldir sínar hafa stofnað styrktarsjóð honum til stuðnings.

Svona styrktarsjóðir eru ekki einsdæmi eins og sjá má af því að nú hefur verið stofnaður sjóður á Íslandi til að hjálpa prófessor Hannesi Hólmsteini til að gera upp sektir sem á hann hafa verið dæmdar.

Engin ummæli: