þriðjudagur, 15. apríl 2008

Tveir sveðjumorðingjar fyrir einn

Hin viðskiptalega hugsun hefur skotið rótum meðal fréttamanna. Nú er í gangi "tveir fyrir einn" tilboð í sambandi við pólska sveðjumorðingja.
 
Með allri virðingu fyrir gamaldags handverki er það þó athyglisvert í sambandi við þessa morðingja að af fréttum má ráða að þeir hafi
í fyrsta lagi: drepið hvorn annan.
í öðru lagi: báðir virðast vera saklausir.
 
Svo eru menn að tala um að glæpasögur séu ótrúlegar.

Engin ummæli: