föstudagur, 11. apríl 2008

Allsberi maðurinn og spunarokkarnir


Nú þegar þjóðin stendur frammi fyrir því
að gjaldmiðillinn lækkar,
innfluttar vörur hækka,
verðbólga fer úr böndunum
og íbúðaverð lækkar um 30%,
atvinnuleysi vofir yfir,
bankarnir eru lentir í peningaskaðaveðri
og ekkert hefur tekist af ætlunarverkum Keisarans - er þá loksins komið að því að fleiri en börn og hálfvitar sjái að Keisarinn er ekki í neinu?
Ráðþrota allsber maður sem allir voru hræddir við reikar um í Svörtuloftum og vill sameina þjóðina sem hann sjálfur sundraði og heimtar "þjóðarátak".
Og hvað eigum við að gera við spunarokkana og klæðskerana sem saumuðu á hann skartfötin sem okkur þóttu klæða hann svo vel?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tjarga, fiðra og flengja svo...eða?
;-)

Nafnlaus sagði...

Hehe, þú ert einn besti penni evrópu, eins gott að elska þig en ekki hata, maður yrði tekin af lífi með þenna þínum einum. Hreint frábært haltu skrifum þínum áfram það þéttir okkur í baráttuni við manninn með kótelettueyrun sem er í reiðikasti við þjóðina sem einu sinni dáði og elskaði hann.

Þráinn sagði...

Tjarga og fiðra er nóg.
Þá er hann klæddur og kominn á ról. Í viðeigandi klæðnað að lokum.
Við skulum ekki gleyma að hann hefur ekkert gert nema það sem hann hefur fengið okkur til að samþykkja með frekjuköstum sínum.

Nafnlaus sagði...

Frábærlega vel skrifað. Það er meiriháttar að geta startað daginn með hlátri.
Takk fyrir
Agnes