miðvikudagur, 2. apríl 2008

Gæðingurinn vakri Jónas!


Reynir Traustason segir að Jónas Kristjánssonbrokkgengur gæðingur.
Allavega tekur Jónas snarpan skeiðsprett á bloggi sínu í dag:

2008-04-02 Punktar
Ranglátu stimpilgjöldin
Dæmalaust vitlaus er aðferð Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra við afnám stimpilgjalda af fasteignakaupum. Það nær aðeins til kaupa á fyrstu íbúð. Og af hálfri íbúð, ef annað hjóna á íbúð fyrir! Svo sértæk aðgerð kallar á fleiri jaðartilvik en þessa hálfu íbúð. Hagfræðilega er rétt að afnema stimpilgjöld í öllum tilvikum. Það hefur fullt réttlæti í för með sér og útilokar svindl. Stimpilgjöld eiga ekki að mæta kostnaði ríkissjóðs, sem er enginn. Þetta er hreinn skattur, sem dregur úr fasteignakaupum. Nær er að efla slík viðskipti. Húsnæðisþörf fólks breytist eftir æviskeiðum.

Svona texti flokkast ekki undir brokk - heldur er þetta hinn fegursti skeiðsprettur.



Engin ummæli: