þriðjudagur, 29. apríl 2008

Ungur maður á hraða snigilsins


Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar um breytingar á eftirlaunalögum er enn á borði allsherjarnefndar.

Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, segir ekki enn ljóst hvort málið verði afgreitt á þessu þingi. 
 
Samt virðist þessi Birgir vera mikill dugnaðarforkur, samanber verulega impónerandi æviágrip hans á heimasíðu Alþingis, og ætti að geta skilið að öll þjóðin er að bíða eftir honum. Hann ætti að geta fengið allsherjarnefnd til að slá við hraða snigilsins í formúlu-keppni Alþingis.


7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það á ekkert að afgreiða þetta. Það er heila málið.

Þráinn sagði...

Þakka þér fyrir, nafnlaus minn, það er gott að einhver skuli vera ennþá svartsýnni en ég.

Nafnlaus sagði...

Það á að láta einhverja sem hafa ekki beina hagsmuni af þessum lögum sjá um þau og svo þetta umdeilda frumvarp fyrir óháða nefnd sem annaðhvort samþykir þau eða ekki. Það er alveg út í hött að þingmenn, sem hafa beina hagsmuni og ávinning á því að hafa þessi lög, skuli ákveða hvort þessum lögum verði breytt eða ekki.

Þráinn sagði...

Líka væri hægt að hugsa sér að Alþingismenn fengju hópafslátt á námskeið um muninn á réttu og röngu.

Nafnlaus sagði...

Þráinn, það væri óskandi, eða þá bara að fá þingmenn á þingið sem virkilega vilja vera í pólitík og setja hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti þegar þeir eru að vinna að nýjum lögum, en ekki þingmenn sem hugsa fyrst og fremst um sína eigin hagsmuni þegar þeir eru á þinginu.

Ég held að það sé kominn tími á nýjan óháðan hægri flokk til þess að bjóða sig fram, flokk sem virkilega hugsar dæmið til enda þegar þeir eru að taka ákvarðanir í "þágu" þjóðarinnar.

Nafnlaus sagði...

Æi nei. Er virkilega ekki hægt að hugsa sér pólitískt afl sem er ekki "hægri-vinstri"? Og þá er ég ekki að meina krata-SAM-blabla sem segir eitt og gerir svo allt annað.

kona

Þráinn sagði...

Auðvitað væri það hægt - en í mikilli óþökk þeirra flokka sem nú telja sig eiga atkvæðakvóta.