mánudagur, 14. apríl 2008

Með lygamerki í Djíbútí

DV-frétt:

"Gengið hefur verið frá samkomulagi milli REI og ríkisstjórnar Afríkuríkisins Djíbútí um gerð ítarlegrar hagkvæmniathugunar á nýtingu jarðhita í landinu. Eins og dv.is vakti athygli á á föstudaginn skrifaði Kjartan Magnússon, stjórnarformaður REI undir samninginn við þarlend stjórnvöld auk forstjórans Guðmunds Þóroddssonar."

Fleira fólk þurfti að bregða sér til Djibútí til að ganga frá þessum merkilega samningi. Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður í stjórn REI, var með í för.

DV ræddi við hana um samninginn og í því sambandi upplýsti Ásta eftirfarandi:

„Eins og staðan er núna er ekki um neina skuldbindingu að okkar hálfu að ræða og hægt að bakka úr þessu hvenær sem er."

Svona varnagli samsvarar því sem börn kalla að vera með lygamerki fyrir aftan bak. Vonandi verður samningagerð af þessu tagi við stjórnvöld í fátækum þróunarríkjum til að auka hróður Íslands erlendis.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er í þér svo mikill þjóstur, Þráinn góður, að ég held bara hún Ásta missi djibútíblundinn sinn daginn sem hún les þessa ákúru. Svei mér þá.

Ertu nú viss um að það sé allt sem sýnist í þessu? Er ekki voðalega heitt alltaf í Djíbútí og best að halda árans jarðhitanum niðri þar sem hann kraumar? Ef svo væri, þá er nú svona „undercover“ lið eins og REI-ararnir á réttum fleti. Og lætur sig ekki muna um að hrökkva snarlega í bakkgírinn eins og dæmin sanna hér að heiman og láta svosem eina og kannski aðra skuldbindingu liðast upp með jarðgufunni. Ef það þarf að gera eitthvað einhversstaðar og gera það þó ekki og samt… já, þá er nú munur að mega treysta á REI.

En í alvöru talað. Eigum við í einhverjum útistöðum við Djíbúta að þeir fá þessa forsendingu héðan? Væri ekki nær að hrekkja Dani? Eða Norðmenn? Nú eða þá Rússa?

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg rétt hjá nafnlausum.Við getum ekki kallað yfir djíbúta neitt verra en ógnarstjórn Okurveitu Reykjavíkur.Nái REI að gabba Djibúti verður þarna bara sviðin jörð.Hæsta orkuverð í heimi( Ísland fer úr fyrsta í annað sætið), sóðalegur frágangur á virkjunum( umhverfisslys )Hugmyndin hlýtur eiginlega að vera sú að flytja inn norska olíu til Djibúti til að hita heitt vatn og yfirheitt vatn sem verður svo a)dælt inn í húsin og svo ( b.) verður rafmagn framleitt úr yfirheita vatninu.Einhvernveginn svona hefur Okurveitan '' virkjað '' hér.Sárabótin fyrir þá verður að þeir fá íslenskar höfuðstöðvar n.k.
Reykjavik Energy Garden með ellefuþúsund herbergjum og stórum starfsmannajeppum ( fjölskylduvörubílum ).Þá læra þeir að skrifa einkaneysluna á fyrirtækið en kaupréttinn á sig.
kv.
Vammlaus

Nafnlaus sagði...

Kann Kjaran Magnússon að skrifa nafnið sitt?

Nafnlaus sagði...

Þetta átti auðvitað að vera Kjartan.
Og nafnið gleymdist líka, en það er Guðmundur Brynjólfsson.

Gerðu þetta einfaldara Þráinn minn, þetta er voðaleg maskína að ætla að segja skoðun sína á skrif þín - jafnvel þó við séum sammála.

Þráinn sagði...

Takk fyrir athugasemdirnar ágætu nafnleysingjar. Athugasemd um að gera athugasemdakerfið einfaldara hefur verið komið á framfæri við hlutaðeigandi aðila.