Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra segir að “samræmd neyðaráætlun sjúkrahúsanna” sé tilbúin, enda ekki seinna vænna þegar menn hafa losað sig um 80 skurðhjúkrunarfræðinga.
Neyðaráætlun í stað hjúkrunarfræðinga í hinni opinberu heilbrigðisþjónustu er sennilega sparnaðaraðgerð ætluð til þess að auðvelda einkavinavæðingu skurðaðgerða úti í bæ. Þar sem frjálshuga læknar setja upp litlar og heimilislegar skurðstofur og hafa aðgang að uppsögðum hjúkrunarfræðingi og eiga gaskút til svæfinga.
7 ummæli:
Þú hittir naglann á höfuðið Þráinn. Þetta er sennilega planið hjá Gulla. Vonum samt að hann hætti áður.
Bestu kveðjur,
Blessaður Hallur. Það er í starfslýsingu heilbrigðisráðherra að reka heilbrigðisþjónustu í landinu.
Neyðaráætlanir eru fínar þegar borgarastyrjöld geisar í landinu eða pestin og kóleran - og einkavinavæðingin.
Nákvæmlega, pestin og einkavæðingin.
Ég heiti samt Hlynur en er vissulega Hallsson:)
Bestu kveðjur,
Það má ekki hrófla við láglauna- þjóðarsáttar- samkomulaginu sem gert var um árið og skilaði einkavinum heilmiklu fjármagni. Nú er þjóðarsátt hinn síðari í deiglunni.
Eftirfarandi bloggaði einhver góður: Einkavæðum gróðann og þjóðnýtum tapið.
kona
Forláttu mér, Hlynur. Mig vantar aðstoðarbloggara sem gæti séð um að ég skrifaði ekki augljósar vitleysur á vefinn.
Þá dreymir eflaust um einkavæðingu en hjúkrunarfræðingar bera líka sína ábyrgð á þessari deilu.
Sæll, Sigurður Þór. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. En meðan alþingismenn afsala sér ekki fáránlegum eftirlaunaréttindum sem þeir kræktu sér í bara af því að þeir voru nógu óheiðarlegir til þess - af hverju skyldu þá hjúkkur eða yfirleitt nokkur þjóðfélagshópur láta taka frá sér fjármuni eða réttindi sem áunnist hafa með kjarabaráttu og samningnum?
Auðvitað svífur draumurinn um einkavæðingu yfir vötnunum. Það eru margir læknar orðnir hundleiðir á að krukka í skítblankt alþýðufólk á umsömdum taxta og langar til að flensa í milljónamæringa sem geta launað lífgjöfum sínum eins og vert er.
Skrifa ummæli