þriðjudagur, 1. apríl 2008

Nýjar Efnahagsaðgerðir : Aðstoðarmenn ráðnir

Nýjar efnahagsráðgerðir munu vera í burðarliðnum hjá ríkisstjórninni sem verst allra frétta þótt hún viðurkenni að hafa heyrt minnst á orðið "kreppu" oftar en einu sinni á undanförnum dögum.

Eftir því sem heimildarmenn Eyjunnar komast næst verður öllum sem geta sýnt frá á meira en milljón króna tekjur á mánuði (e. skatt) nú heimilt að ráða sér aðstoðarmenn og konur og mun ríkið borga launakostnaðinn.

Þessi efnahagsaðgerð kemur réttlátlega niður. Þeir sem eiga peninga fá nauðsynlega aðstoð. Þeir sem eru atvinnulausir fá nauðsynlega vinnu.

Gert er ráð fyrir að um 5000 aðstoðarmenn verði ráðnir á næstu dögum. Umsækjendur um aðstoðarmannastörf þurfa að framvísa flokksskírteinum frá viðurkenndum stjórnmálaflokkum eða erfðamengi sínu og forfeðratali frá DeCode.

Engin ummæli: