Pólitík yfirlýsing vegna fyrirspurna um stjórnmálaskoðanir mínar:
Uns annað verður ákveðið styð ég femínista í baráttu sinni fyrir jafnrétti.
Einkum styð ég erlenda femínísta sem búa í löndum þar sem femínisminn er skemmra á veg kominn en hér á landi.
Ég styð líka fátækt fólk, fatlað, útlendinga á Íslandi, sérstaklega þá sem ekki eru norrænir í útliti, stöðumælaverði, listamenn sem ekki eru búnir að meika það, börn sem er strítt í skólanum - og umfram allt börn sem ekki njóta jafnra lífsgæða og önnur börn á Íslandi gera - og eiga að gera. Ég styð líka sérvitringa af flestum sortum, en það er dáldið annað mál, sem kannski ekki á heima í þessari yfirlýsingu.
Í aðalatriðum styð ég þá sem þurfa á stuðningi að halda, og er á móti þeim sem geta veitt stuðning en gera það ekki.
Svo væri ég hrifinn af stjórnmálamönnum sem hugsa meira um kjósendur sína en eigin hag ef ég sæi þá einhvers staðar.
Höfuðið á mér er mjög hægri sinnað en hjartað er vinstra megin og frekar róttækt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli