föstudagur, 4. apríl 2008

Sacha Cohen í stað John Cleese?

Það er hlegið að okkur úti um allan heim fyrir óstjórn í efnahagsmálum og vanhæfa stjórn Seðlabankans. Erlendir blaðamenn hafa líkt Íslandi við Kasakstan með tilvísun í vinsæla kvikmynd um skoppersónuna Borat. Sagt er að efnahagslíf okkar sé verra heldur en í Kasakstan," segir Guðmundur Ólafsson í helgarblaði DV sem kom út í dag.
 
Hin nýja ímyndarnefnd forsætisráðherra sem á að hanna verulega fína ímynd fyrir Ísland hlýtur því að íhuga að ráða Sacha Baron Cohen, öðru nafni Borat, í stað John Cleese.
 
 
 

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Seðlabankastjóri tók við landsstjórninni eftir að búið var að koma böndum á verðbólguna.

Hann hreykti sér um skeið af dugnaði þjóðarinnar en þó sérstaklega af góðæri sem - samkvæmt nýjustu upplýsingum - var fengið að láni.

Það er við hæfi að efnahagsundrabarnið hrökklist úr bankastjórastóli líkt og forsætisráðuneytinu; hrekist úr embætti eftir að hafa sleppt hinum eina sanna Glámi Íslandssögunnar lausum á ný.

Nú þarf ekki annað en stálheiðarlegan háskólaprófessor - og nýbakaðan sérfræðing í samlíðan - til þess að skrá ævisögu mikilmennisins.

Rómverji

Þráinn sagði...

Það væri vissulega gaman ef ... Hannes hitti ömmu sína.