laugardagur, 12. apríl 2008

Skipurit Seðlabankans einfaldað






Þegar loksins verður hreinsað til og mokað út úr Seðlabankanum þarf að breyta skipulaginu og ráða aðeins einn bankastjóra, fjölhæfan mann sem getur bæði hækkað vexti og lækkað þá.

Ef slíkur yfirburðamaður finnst ekki er vitanlega hægt að ráða tvo bankastjóra, einn til að lækka vexti og annan til að hækka þá.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú er veislunni miklu lokið.
Brandarakarlarnir sem séð hafa um skemmtunina í Seðlabankanum hafa verið klappaðir niður af sviðinu.
Það hlær enginn lengur.

Nafnlaus sagði...

Helvæit eru þetta fallegir hundar.

Þeir eru vitrir að ég veit best, hef átt svona rakka og tík í nokkur ár eða fra´um 1982.

Gallinn við að vera með hund í sinni umsjá er, að þeir kveðja fyrr en hestar.

Hef verið samtíða nokkrum slíkum

Sá bleikálótti var mikill skaphundur og átti eki skap við nema nokkra tvífætlinga. Þegar honum hentaði, fór hann af vekurð mikilli svonefnt ,,flugskeið" fótaburður sem er bara á færi lífvera sem eru í beinu sambandi við sjálfið og vita því um hluti, sem okkur mmun kanske síðar vera gert uppiskátt um.

Annars um Seðlabankafólkið.

Davíð er ekki einní ráðum en ég læt það svona vera.

Þið haldðið allir þessir vinstrikommatittir, að Davíð ráði öllu þar sem hann er. Það er vegna þess, að þið þekkið ekki konu hans.

SVo er allt fullt af Hagfræðingum, viðskiptafræðingum og fræða-fræðingum þarna í Svörtuloftum.

Mér líður vel að vita að maður með viti (hann Davíð minn blessaður) er þarna til að jarðbinda fræðingastóðið.

Hefur þú annars nokkurntíma horft á stóð, sem ekki hefur komið sér saman um forystugradda?

Það er ófögur sjón.

Með viðriingu fyrir þeim brúna sem þú satst.

Helvíti er það annars falleg skepna. Guð hefur verið í stuði, þegar hann skóp hann.

Mibæjaríhaldið

Þráinn sagði...

Takk fyrir þetta, ágæta Miðbæjaríhald. Guð er sem betur fer oft í stuði, þótt honum hafi augljóslega verið mislagðar hendur með Seðlabankann - eða sú stofnun á vegum einhvers annars.

Nafnlaus sagði...

Þráinn, þú kemur ekki auga á þriðja möguleikann, sem er sá að halda stýrivöxtum óbreyttum. Það er ástæðan fyrir því að seðlabankastjórar eru einmitt þrír.

Svo margt í vísindum hagfræða, sem þú sem leikmaður skilur ekki.

Þráinn sagði...

Ágæti nafnlaus. Þetta er sennilega rétt hjá þér. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að seðlabankastjórarnir eru þrír af hagfræðilegum ástæðum. Hélt að það væri til þess að Framsókn gæti átt einn, Flokkurinn annan og sá þriðji væri til að einhver kynni að kveikja á tölvunni.