þriðjudagur, 1. apríl 2008

Össur enn í næturvinnu!



Dr. Össur Skarphéðinsson hefur nú ekki sést á næturbloggi sínu um nokkurt skeið. Óvildarmenn hans töldu að forsætisráðherra hefði svipt ráðherrann tjáningarfrelsi nema milli kl. 9 og 17 á virkum dögum.

Ekkert var þó fjar lagi. Í tómstundum sínum hefur dr. Össur nú hannað einkaþotu sem er hæfilega stór til að bera ríkisstjórnina, aðstoðarmenn hennar sem vinna verkin, og sérvalinn hóp blaðamanna sem misskilur allt og leggur út á versta veg.

Einkaþota íslensku ríkisstjórnarinnar verður smíðuð í Chile þegar búið er að klambra saman varðskipinu handa Bíbí - og hefur hún þann kost með sér að hún er eingöngu knúin jarðhita.

Talið er að markaður sé mikill utan Arabalandanna fyrir farartæki af þessu tagi og útrásarmöguleikar gífurlegir.

Engin ummæli: