þriðjudagur, 15. apríl 2008

Takmarkalaus frekja

Á ruv.is stendur:
 
"Ráðherra undrast ásakanir ASÍ"

"Það er rangt að ríkisstjórnin hafi ekki sinnt óskum ASÍ um viðræðum um verðbólguþróun og kjarasamninga. Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Mjög fljótlega verði boðað til fundar þar sem rætt verði um aðgerðir til að sporna gegn því að forsendur kjarasamninga bresti."

Eru engin takmörk fyrir heimtufrekju þessa almennings? Er ekki nóg fyrir þetta lið að fá að kjósa á fjögurra ára fresti?

 

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jamm, það þenur kjaft þessa así-lið. Og kosningar valda stjórnmálamönnum bara ónæði. Ekki nema von að það sé í þeim hrollur eftir það volk langt fram eftir kjörtímabili.

Þorgerður Katrín á náttúrlega ekkert að vera að ansa þessu ambri. Hún á að vera að æfa sniðgöngu fyrir ólympíuleikana.

Þráinn sagði...

Manni skilst nú á Þorgerði Katrínu að sniðganga sé ekki hennar sterkasta hlið í íþróttum - það er helst pólitísk sniðganga sem hún stundar hér heima til að lenda ekki í flasinu á skynsamlegum skoðunum.