sunnudagur, 20. apríl 2008

"Næstum" 300




"Vísir, 20. apr. 2008 18:35

Stofna varalið lögreglu á þessu ári


Stefnt er að því að tvöhundurð og fjörtíu manna varalið lögreglu verði stofnað á þessu ári. Þekktasta útkall varaliðs lögreglu var þegar NATO aðildin var samþykkt á Alþingi fyrir nærri 60 árum. Ekki hefur verið heimild til að kalla út varalögreglu síðan 1996."


240 varalögreglumenn og 48 sérsveitarmenn gera samtals 288.

Nú vantar bara að setja eina tylft (12) berserkja til viðbótar á fjárlög svo að Bíbí verði kominn með sama liðsstyrk og Leónídas Spartverjakonungur sem varðist milljón Persum í Laugaskarði. Nokkurs konar Bruce Willis fornaldar.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætli 2/3 af varaliðinu eigi að vera í stjórnunarstöðum? Svo þetta gagni í takt við hið eiginlega lögreglulið.

Nafnlaus sagði...

gangi í takt

Þráinn sagði...

Það er ekki gott að segja, Guðmundur. Það vantar alltaf góð störf handa góðum mönnum og takmörk fyrir því hvað utanríkisráðuneytið og dómstólarnir geta lengi tekið við.

Nafnlaus sagði...

En þetta er allt á réttri leið. Svo stofnum við "Hollvini varaliðsins". Þannig að allir séu því viðbúnir, ef svo færi síðar, að mannfjandsamlegir einstaklingar vildu leggja það niður.

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Tólf berserkir eru jafnmargir og ráðherrarnir. Er það tilviljun?

Þráinn sagði...

Sæl, Anna, ég trúi ekki á tilviljanir. Ætli berserkirnir tólf séu ekki orkusugur sem hafi sogið allt framtak úr ríkisstjórninni.