miðvikudagur, 16. apríl 2008

Yfirvegaður ræningi leikur lausum hala

mbl.is skýrir frá þessu:

Ræningja enn leitað

Lögreglan leitar enn ræningja sem sem framdi vopnað rán í söluturni við Grettisgötu í gærkvöldi. Hann var vopnaður hnífi og er sagður hafa verið yfirvegaður.
 
"Yfirvegaður" er nokkuð góð mannlýsing svo að lögreglan verður sennilega ekki í vandræðum með að finna þennan mann sem var nógu yfirvegaður til að ræna söluturn vopnaður hnífi.
 
Hagfræðingar telja að afbrot af þessu tagi séu til marks um minnkandi tiltrú almennings á bönkunum í landinu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, rökfræðilega segir þetta manni að hann hafi kannski farið í einhvern banka og beðið um lán, mjög líklegast af því hann hefur frétt af því að þeir eigi nóg af þessu þar. Svo hafi þeir í bankanum ekki átt þetta til handa honum vegna bankakreppunar og neitað honum. Að sjálfsögðu hefur hann farið inn í sjoppunu við hliðinna sem er jafn glæsileg og bankinn og beðið um peninga meðan hann var að skafa undan nöglunum með hníf sem ég hélt nú að væri ekkert ólöglegt. Annars hef ég ekki lesið neitt um þetta mál. Horfi hvorki á sjónvarp eða les blöð. Mér finnst nú að jafn yfirvegaður eða kurteis maður eins og honum er lýst, (þýðir það ekki það sama annars?) að þeir hefðu átt að leyfa honum að hafa hnífinn og leiðbeina honum bara í næsta banka.Nóg er af þeim til hérna. Mér finnst lögregla eigi ekki að skipta sér að málum þegar mönnum vantar bara pening fyrir brýnustu nauðsynjum.

Nafnlaus sagði...

En þeir sem að rændu ríkisbönkunum hérna nú fyrir skömmu. Þóttu þeir lika vera yfirvegaðir og ekki vamm sitt vita, eða...?

oskararn sagði...

Alvöruglæpamenn sem ég hef hitt sem starfsmaður í fangelsum á Norðurlöndum og Íslandi líka, eru alltaf "fyrirmyndarfangar" og þeir sem komast lengst í að koma sér í mjúkinn hjá þeim sem passa þá. Þetta er ekki skoðun, heldur staðreyn. Mig minnir að það sé einhver munur á þessum orðum..

Þráinn sagði...

Sæll, oskararn, mestu alvöruglæpamenn sem ég hef hitt voru svo heillandi persónur að þeir höfðu aldrei í fangelsi komið.