þriðjudagur, 1. apríl 2008

Eldsneytislækkun fyrir leikfangabíla - um leigubíla gilda önnur lögmál

Bílstjórar mótmæla eldsneytisverði

Leigubílstjórar, ásamt sendibílstjórum og ferðaklúbbnum 4x4, efna til mótmæla í dag, gegn háu eldsneytisverði, þegar þeir aka bílum sínum frá Klettagörðum að Austurvelli.

Meirihluti er fyrir því í ríkisstjórn að þeir sem eiga stóra leikfangabíla sér til skemmtunar fái afslátt á eldsneytisverði svo að þeir geti haldið áfram að njóta lífsins með konum sínum og börnum.

Hinir sem sem hafa valið sér það hlutskipti í lífinu að aka stórum bílum í atvinnuskyni geta hækkað taxtann samkvæmt markaðslögmálum.

Engin ummæli: