Geir og Ingibjörg Sólrún með ÓTRÚLEGA ÓDÝRRI einkaþotu á NATO-fund
Íslenska sendinefndin sem fer á leiðtogafund NATO í Búkarest á morgun mun ferðast með einkaþotu til Rúmeníu frá Íslandi. Aðstoðarkona forsætisráðherra segir kostnaðarmuninn á ferðinni miðað við áætlunarflug óverulegan.
Með vélinni fara þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra auk fylgdarliðs og blaðamanna.
Ekki liggja fyrir nákvæmir útreikningar á því hvað Air Rumenskí býður betur en Sterling, Easy Jet og Iceland Express.
En græddur er geymdur eyrir. Og það er ánægjulegt þegar íslenskir stjórnmálamenn hafa komist upp á lag með að ná niður ferðakostnaði sínum með því að leigja einkaþotur.
Þess má geta að þátttakendur í ferðinni taka með sér smurt að heiman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli