þriðjudagur, 1. apríl 2008

Sparnaðarfarkostur ráðuneytanna



Flugvélin, sem er af gerðinni Dornier 328 er leigð af íslenska fyrirtækinu Icejet í þessa sparnaðarför.

Fyrsta vélin af þessari gerð fór í reynsluflug 6. des. árið 1991; 83 svona vélar voru smíðaðar svo að soldil reynsla er komið á flughæfni vélarinnar.

Gréta vildi ekki gefa upp kostnaðinn við flugið. Og þaðan af síður sparnaðinn við að leigja einkaþotuna, enda gæti það haft þær afleiðingar að allir færu að leigja einkaþotur og hefðbundið áætlunarflug legðist af. Aðeins tvær vélar svipaðri þessari hafa farist á síðustu árum.

Fjórtán manns fara í ferðina, tíu frá ráðuneytunum og fjórir blaðamenn.

Pláss er fyrir fjórtán manns á fyrsta farrými véla af þessari gerð – en þá er yfirleitt ekki gert ráð fyrir blaðamönnum í þeim hópi heldur annars konar farþegum.

Þetta er lýsandi dæmi um að það þarf ekki að kosta mikla peninga að skemmta sér.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geir sagði eitthvað á þá leið að hinn leyndardómsfulli kostnaður væri svipaður, hvort sem ferðast væri með einkaþotu eða áætlunarflugi. Þau Ingibjörg eiga áreiðanlega eftir að skýra þetta:
http://visir.is/article/20080401/FRETTIR01/80401087

Hitt er lakara að þau skuli ekki hafa betra pólitískt nef en raun ber vitni. Skilja ekki stemminguna í þjóðfélaginu. Það spáir ekki góðu fyrir þau eða okkur hin.

Rómverji

Þráinn sagði...

Takk fyrir athugasemdina, Rómverji. Ég er nýbúinn að reikna út að ódýrast væri fyrir íslensk mikilmenni að ferðast með svonefndri Blackbird-þotu sem mun vera hraðfleygasta flugvél heims og nær þreföldum hljóðhraði.
Nú vita allir að tími er sama og peningar svo að þarna mætti spara umtalsverða fjármuni hjá hinu opinbera.