Sú saga er sögð um Ernest Rutherford (1871-1937). Hann var frá
Nýjasjálandi og var eðlisfræðingur. Eitt sinn hafði Rutherford nemanda
sem var óvenju vinnusamur.
Rutherford veitti þessu athygli og spurði:
- Vinnurðu fram eftir á kvöldin?
- Meðan ég get haldið augunum opnum, sagði nemandinn.
- Og þú ert mættur hér eldsnemma á morgnana?
- Við fyrsta hanagal, sagði sá námfúsi.
- En hvenær hefurðu tíma til að hugsa? spurði Rutherford furðu lostinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli